Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1224, 130. löggjafarþing 748. mál: framboð og kjör forseta Íslands (kjörskrár, mörk kjördæma).
Lög nr. 9 23. mars 2004.

Lög um breyting á lögum nr. 36 12. febrúar 1945, um framboð og kjör forseta Íslands, með síðari breytingu.


1. gr.

     1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 39 26. apríl 1963, orðast svo:
     Um kjörskrár til afnota við kjör forseta Íslands fer á sama hátt og við alþingiskosningar. Þær skulu þó miðaðar við íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag.
     Mörk kjördæma skulu vera hin sömu og í næstliðnum alþingiskosningum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 23. mars 2004.