Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1414, 133. löggjafarþing 178. mál: umferðarlög (bifreiðastæði fatlaðra).
Lög nr. 79 28. mars 2007.

Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 50/1987, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 28. gr. laganna:
  1. Orðin „eða bifreiðir fatlaðra, og“ í h-lið falla brott.
  2. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: á merktu stæði fyrir bifreiðir fatlaðra.


2. gr.

     2. mgr. 100. gr. laganna orðast svo:
     Eigi skal þó refsa fyrir brot, sem tilgreind eru í 1. mgr. 108. gr., að j-lið 1. mgr. 28. gr. undanskildum, sbr. b-lið 1. mgr. 108. gr., nema stöðvun eða lagning ökutækis hafi haft í för með sér hættu fyrir aðra eða að óþörfu valdið óþægindum fyrir umferðina.

3. gr.

     Í stað orðanna „a-, b-, h- og i-liða“ í b-lið 1. mgr. 108. gr. laganna kemur: a-, b-, h-, i- og j-liða.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. mars 2007.