Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 268, 136. löggjafarþing 137. mál: húsnæðismál (lengri lánstími skuldbreytingarlána vegna greiðsluerfiðleika).
Lög nr. 138 11. desember 2008.

Lög um breytingu á lögum nr. 44/1998, um húsnæðismál, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 7. tölul. 9. gr. laganna kemur nýr töluliður, svohljóðandi: Að leigja eða fela öðrum með samningi að annast leigumiðlun með íbúðarhúsnæði sem Íbúðalánasjóður hefur yfirtekið á nauðungaruppboði samkvæmt nánari ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur.

2. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 48. gr. laganna:
  1. Í stað orðanna „15 ára“ í 1. mgr. kemur: 30 ára.
  2. Í stað orðanna „15 ár“ í 4. mgr. kemur: 30 ár.
  3. Í stað orðanna „55 ár“ í 4. mgr. kemur: 70 ár.


3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. desember 2008.