Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1742, 153. löggjafarþing 539. mál: stjórn fiskveiða (rafvæðing smábáta).
Lög nr. 27 22. maí 2023.

Lög um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (rafvæðing smábáta).


1. gr.

     Við 5. tölul. 6. mgr. 6. gr. a laganna bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Þó er á fiskiskipi heimilt að draga allt að 750 kg, í þorskígildum talið, af kvótabundnum tegundum í hverri veiðiferð, ef skipið er skráð sem rafknúið skip á skipaskrá, sbr. 5. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. maí 2023.