Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1858, 153. löggjafarþing 536. mál: raforkulög (viðbótarkostnaður).
Lög nr. 39 2. júní 2023.

Lög um breytingu á raforkulögum, nr. 65/2003 (viðbótarkostnaður).


1. gr.

     Á eftir 3. mgr. 16. gr. laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Dreifiveitur skulu í samráði við notendur setja almennar reglur um rekstur og stýringu raforkudreifingar sem Orkustofnun samþykkir. Í reglunum skal m.a. kveðið nánar á um þau atriði sem tilgreind eru í 3. mgr.

2. gr.

     Á eftir 3. mgr. 17. gr. a laganna kemur ný málsgrein, svohljóðandi:
     Standi væntanlegar tekjur dreifiveitu ekki undir eðlilegum stofn- eða rekstrarkostnaði vegna tengingar notanda samkvæmt gjaldskrá er heimilt að krefja hann um greiðslu gjalds sem nemur viðbótarkostnaði. Sama á við hafi forsendur viðskipta breyst verulega. Í reglugerð skal kveðið á um forsendur vegna útreiknings viðbótarkostnaðar.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 24. maí 2023.