4. fundur
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins á 148. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 20. febrúar 2018 kl. 11:00


Mættir:

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) formaður, kl. 11:00
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 11:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 11:00

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Bókað:

1) Umræða um forgangsröðun sérnefndar um hlutverk Evrópuráðsþingsins Kl. 11:00
Íslandsdeild ræddi áherslur sínar varðandi forgangsröðun sérnefndar um hlutverk Evrópuráðsþingsins. Ákveðið var að formaður og ritari myndu semja uppkast að bréfi Íslandsdeildar og senda öðrum nefndarmönnum til samþykktar.

2) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00