1. fundur
Íslandsdeildar NATO-þingsins á 152. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 12:00


Mætt:

Njáll Trausti Friðbertsson (NTF) formaður, kl. 12:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 12:00
Stefán Vagn Stefánsson (SVS), kl. 12:00

Nefndarritari: Arna Gerður Bang

Bókað:

1) Kosning varaformanns Kl. 12:05
Íslandsdeild kaus Andrés Inga Jónsson sem varaformann Íslandsdeildar NATO-þingsins.

2) Kynning á starfsemi NATO-þingsins Kl. 12:10
Formaður Íslandsdeildar, Njáll Trausti Friðbertsson, kynnti stuttlega starfsemi NATO-þingsins fyrir Íslandsdeild. Þá skiptu þingmenn með sér málefnanefndum NATO-þingsins á eftirfarandi hátt:
Njáll Trausti Friðbertsson; Stjórnmálanefnd og Vísinda- og tækninefnd.
Andrés Ingi Jónsson; Nefnd um lýðræði og öryggi og Efnahagsnefnd.
Stefán Vagn Stefánsson; Varnar- og öryggismálanefnd og Miðjarðarhafshópurinn.

3) Önnur mál Kl. 12:40
Íslandsdeild ákvað að óska eftir fundi með sérfræðingum utanríkis- og þróunarsamvinnuráðuneytis í byrjun næsta árs.

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 12:45