7. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 149. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 11. júní 2019 kl. 13:10


Mættir:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 13:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:10
Inga Sæland (IngS), kl. 13:10
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 13:10

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Fundur með Ólafi Ragnari Grímssyni, formanni Hringborðs norðurslóða Kl. 13:10
Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Hringborðs norðurslóða, og Dagfinnur Sveinbjörnsson, forstjóri, komu á fund Íslandsdeildar. Ólafur Ragnar fjallaði um tækifærin sem fælust í markvissri þátttöku þingmanna í Hringborði norðurslóða og ítrekaði mikilvægi þess að lýðræðislega kjörnir fulltrúar kæmu að ákvarðanatöku um málefni norðurslóða.

Fundi slitið kl. 13:50