1. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 11:38


Mætt:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 11:38
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 11:50
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 11:38
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 11:38

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.
Inga Sæland var fjarverandi.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Ársfundur Vestnorræna ráðsins í Nuuk Kl. 11:38
Farið var yfir dagskrá og gögn fyrir komandi ársfund Vestnorræna ráðsins í Nuuk á Grænlandi. Sérstaklega var rætt um ársreikning ráðsins fyrir árið 2018, nýjar reglur um barna- og unglingabókmenntaverðlaun ráðsins og nýjar leiðbeiningar um starf ráðsins í Norðurskautsráði.

2) Önnur mál Kl. 11:50
Formaður fór yfir áætlun sína varðandi starfið framundan. Áformað er að Íslandsdeild heimsæki sendiskrifstofur Færeyja og Grænlands og fái til sín íslenska sérfræðinga sem tengjast starfi ráðsins.

Fundi slitið kl. 12:10