5. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 7. febrúar 2024 kl. 11:15


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:15
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 11:15
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 11:50
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:15

Nefndarritari: Hildur Edwald

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir boðaði forföll

Bókað:

1) Fundur með framkvæmdastjóra Vestnorræna ráðsins Kl. 11:15
Lárus Valgarðsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins kynnti drög að endurskoðuðum starfsreglum Vestnorræna ráðsins og fór yfir upphaf þeirrar vinnu. Einnig fór hann yfir hvernig ferlið við breytingar á starfsreglum er hugsað.

2) Þingsályktunartillaga Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins Kl. 11:55
Íslandsdeild samþykkti drög að tillögu til þingsályktunar um framfylgd ályktana Vestnorræna ráðsins árið 2023.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00