7. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 24. apríl 2024 kl. 11:30


Mætt:

Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) formaður, kl. 11:30
Eyjólfur Ármannsson (EÁ), kl. 11:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 11:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 11:30

Nefndarritari: Hildur Edwald

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir vék af fundi kl. 12:00

Bókað:

1) Alþjóðasamstarf Vestnorræna ráðsins Kl. 11:30
Íslandsdeild fjallaði um samstarf Vestnorræna ráðsins við önnur aljóðasamtök, hvernig slíku samstarfi er háttað í dag og hugsanlegar breytingar á því.

2) Tillaga til þingsályktunar um efterskole Kl. 11:55
Íslandsdeild ræddi drög að tillögu um efterskole. Ákveðið var að skoða málið betur og bíða með tillöguna um sinn.

3) Tillögur Íslandsdeildar fyrir ársfund 2024 í Færeyjum Kl. 12:10
Íslandsdeild fjallaði um hugsanlegar tillögur fyrir ársfund Vestnorræna ráðsins í Færeyjum.

4) Önnur mál Kl. 12:15
Ritara Íslandsdeildar var falið að fá upplýsingar frá utanríkisráðuneyti um samstarfsyfirlýsingu Íslands og Grænlands

Fundi slitið kl. 12:20