24.4.2023

Ráðstefna evrópskra þingforseta í Prag

Forseti Alþingis, Birgir Ármannsson, sækir ráðstefnu evrópskra þingforseta 24.–25. apríl í boði forseta efri og neðri deilda þjóðþings Tékklands. Til ráðstefnunnar er boðið forsetum þjóðþinga aðildar- og umsóknarríkja ESB, auk forseta þjóðþinga EFTA-ríkja. Áhrif innrásarstríðs Rússa í Úkraínu ber hátt á dagskrá fundar, ásamt umræðum um orkuöryggi, fjölþátta ógnir og raskanir á aðfangakeðjur.

Samhliða ráðstefnunni mun forseti Alþingis sækja sérstakan fund norræna þingforseta, sem haldinn er í tengslum við ráðstefnuna, og eiga tvíhliða fundi með þingforsetum Georgíu og Möltu. Þá átti Birgir Ármannsson stuttan fund með forseta Úkraínuþings, Ruslan Stefanchuk, þar sem hann ítrekaði stuðning Íslands við Úkraínu.

 

Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Prag-2023-04-24-25_Prag-gestgjafar-1

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, heilsar forsetum beggja deilda tékkneska þingsins, t.v. er Miloš Vystrčil, forseti öldungadeildar, og í miðjunni Marketa Pekarova Adamova, forseti fulltrúadeildar / neðri deildar.

Ljósmynd / © Tékkneska þingið

 

Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Prag-2023-04-24-25_Ukraina

Forseti Úkraínuþings, Ruslan Stefanchuk, á tali við Birgi Ármannsson, forseta Alþingis.

Hopmynd_Radstefna-evropskra-thingforseta-i-Prag-2023-04-24-25Hópmynd af þátttakendum á ráðstefnu evrópskra þingforseta í Prag.

Ljósmynd / © Tékkneska þingið