24.10.2023

Ráðstefna um málefni Úkraínu í Prag

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sótti þingmannaráðstefnu um málefni Úkraínu (e. Parliamentary Summit of the International Crimea Platform) í Prag í dag, 24. október. Ráðstefnuna sækja um 40 þingforsetar, eða fulltrúar þjóðþinga, víðs vegar að úr heiminum auk fulltrúa alþjóðlegra þingmannasamtaka. Vólódímír Selenskí ávarpaði ráðstefnuna um fjarfundarbúnað en fundinn sóttu m.a. Rúslan Stefantsjúk, forseti Úkraínuþings, og Refat Tsjúbarov, útlægur forseti héraðsþings Krímtatara. 

Meðal umræðuefna var ólöglegt brottnám úkraínskra barna. Hvatti Birgir aðra þingforseta til að fylgja fordæmi Alþingis og samþykkja ályktun þar sem fordæmdur væri sá gjörningur rússneskra yfirvalda. Ítrekaði hann stuðning Alþingis og íslenskra stjórnvalda við Úkraínu og sagði stríðið ekki eingöngu snúast um framtíð Úkraínu, heldur einnig um framtíð öryggismála og virðingu fyrir alþjóðalögum.

Nánari upplýsingar má finna á vef ráðstefnu

Birgir-SelenskiStefanchuk