5. fundur
framtíðarnefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. apríl 2022 kl. 09:00


Mætt:

Logi Einarsson (LE) formaður, kl. 09:00
Hildur Sverrisdóttir (HildS), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:00

Ágúst Bjarni Garðarsson, Bergþór Ólason, Halldóra Mogensen og Njáll Trausti Friðbertsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Anna Sigurborg Ólafsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 1., 2., 3. og 4. fundar voru samþykktar.

2) Erindi frá framtíðarnefnd litáíska löggjafarþingsins Kl. 09:15
Lögð var fram beiðni frá framtíðarnefnd litáíska löggjafarþingsins um rafrænan fund og verður komið á fundi við fyrsta tækifæri.

3) Starfsáætlun framtíðarnefndar á 152. þingi Kl. 09:20
Nefndin ræddi starfið framundan.

4) Kynnisferð til framtíðarnefndar finnska þingsins Kl. 09:40
Nefndin ræddi um ferð sína til Finnlands 30.-31. mars sl. til að kynna sér framtíðarnefnd finnska löggjafarþingsins og ýmis verkefni í forsætisráðuneytinu tengd framtíðarfræðum.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00