17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 8. nóvember 2019 kl. 13:05


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 13:05
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 13:05
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 13:05
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 13:05
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur (AKÁ), kl. 13:10

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir boðaði forföll.
Guðmundur Ingi Kristinsson var fjarverandi.
Þórarinn Ingi Pétursson boðaði forföll.

Nefndarritari: Klara Óðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerðir 14., 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) 183. mál - heimild til að greiða bætur vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 521/2017 Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Magnús Leópoldsson og Valdimar Olsen. Þeir gerðu grein fyrir umsögn sinni og Einars Gunnars Valdimarssonar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Heiðurslaun listamanna Kl. 13:25
Nefndin fjallaði um veitingu heiðurslauna skv. lögum nr. 66/2012. Tekin var ákvörðun um að leita umsagnar hjá nefnd skv. 2. mgr. 3. gr. laganna um þá listamenn sem til greina kemur að njóti heiðurslauna Alþingis.

4) 102. mál - framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum 2020--2023 Kl. 13:40
Á fund nefndarinnar mættu frá Kvenréttindafélagi Íslands Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdarstýra og Tatjana Latinovic, formaður. Þær gerðu grein fyrir umsögn félagsins og svöruðu spurningum nefndarinnar.

Á fund nefndarinnar mætti Maríanna Traustadóttir, sérfræðingur í jafnréttis- og umhverfismálum, frá ASÍ. Hún gerði grein fyrir umsögn ASÍ og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 14:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:30