92. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í fjarfundur, þriðjudaginn 15. september 2020 kl. 10:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur (BjG), kl. 10:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Helga Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 10:00

Ólafur Þór Gunnarsson sat fundinn fyrir Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur til kl. 11:00 þegar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mætti og vék Ólafur Þór Gunnarsson þá af fundi.

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 27. ágúst sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) Málsmeðferðartími umsókna um alþjóðlega vernd og brottvísanir Kl. 10:00
Nefndin ræddi við Rósu Dögg Flosadóttur, Hönnu Rún Sverrisdóttur og Ólöfu Maríu Vigfúsdóttur frá dómsmálaráðuneyti og Þorstein Gunnarsson og Kristínu Maríu Gunnarsdóttur frá Útlendingastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Löggæsla og fangelsiskerfi á Norðurlandi eystra Kl. 11:00
Nefndin ræddi við Páleyju Borgþórsdóttur frá lögreglunni á Norðurlandi eystra, Ásgerði Jóhannesdóttur frá Fangavarðafélagi Íslands og Gest Davíðsson frá Fangelsinu á Akureyri. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, Sigríði Björk Guðjónsdóttur frá ríkislögreglustjóra og Pál Winkel frá Fangelsismálastofnun. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 12:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:05