61. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 27. apríl 2021 kl. 10:35


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:35
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:35
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 10:35
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:35
Olga Margrét Cilia (OC), kl. 10:35
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:35
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:35
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 10:35
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 10:35

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð 60. fundar var samþykkt.

2) 550. mál - almenn hegningarlög Kl. 10:35
Nefndin ræddi málið.

3) 602. mál - útlendingar og atvinnuréttindi útlendinga Kl. 10:41
Nefndin fékk á sinn fund Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá fékk nefndin á sinn fund Tryggva Þórhallsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Auk þess fékk nefndin á sinn fund Guðrúnu Elsu Tryggvadóttur frá Reykjavíkurborg sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 204. mál - barnalög Kl. 10:39
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir. Olga Margrét Cilia og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa undir álitið með fyrirvara.

5) Önnur mál Kl. 10:38
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:20