17. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 24. nóvember 2022 kl. 09:12


Mætt:

Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:12
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:12
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:12
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:27
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:17
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:12
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:12
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:12

Bryndís Haraldsdóttir og Helga Vala Helgadóttir boðuðu forföll vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:12
Dagskrárlið frestað.

2) 188. mál - Vísinda- og nýsköpunarráð Kl. 09:12
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Valdimar Össurarson frá Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna og Elinóru Ingu Sigurðardóttur frá KVENN - félagi kvenna í nýsköpun. Því næst komu Einar Mäntylä frá Auðnu tæknitorgi og Bergþóra Halldórsdóttir og Nanna Elísa Jakobsdóttir frá Samtökum iðnaðarins.

3) 277. mál - gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 09:57
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþóru Halldórsdóttur frá Samtökum iðnaðarins og Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum. Því næst kom Finnur Vilhjálmsson frá Ákærendafélagi Íslands.

4) 476. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga og vinnsla persónuupplýsinga í löggæslutilgangi Kl. 10:16
Tillaga um að Birgir Þórarinsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

5) 58. mál - skaðabótalög Kl. 10:17
Tillaga um að Eyjólfur Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.
Tillaga um að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18