22. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. desember 2022 kl. 09:15


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:15
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:15
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:15
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:15
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:15
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:15
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:15
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:15
Teitur Björn Einarsson (TBE) fyrir Birgi Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:15

Bergþór Ólason var fjarverandi. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndarritarar:
Inga Valgerður Stefánsdóttir
Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 20. og 21. fundar voru samþykktar.

2) 382. mál - útlendingar Kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir framsögumaður málsins kynnti drög að nefndaráliti í málinu.

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir ítrekaði ósk hennar og Helgu Völu Helgadóttur og Eyjólfs Ármannssonar, sem kom fram á 20. fundi nefndarinnar, um að nefndin fengi skriflega úttekt frá óháðum aðila á samræmi frumvarpsins við stjórnarskrá. Óskað var úrskurðar forseta um framangreint.

Helga Vala Helgadóttir lagði fram eftirfarandi bókun sem Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir tók undir: „Óskað er eftir upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra um það hvort breyting á ákvæði frumvarpsins þess efnis að lögregla sé orðin ákvörðunaraðili um frestun á niðurfellingu þjónustu hafi verið unnin í samráði við lögreglu. Þá væri gott að fá fram afstöðu lögreglu til þess að vera í senn framkvæmdaraðili ákvarðana stjórnvalda og ákvörðunaraðili ef breytingin nær fram að ganga. Mikilvægt er að svar við þessu fáist ekki síðar en í dag vegna þess hraða sem málið virðist í.“

Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur og Teiti Birni Einarssyni. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Helga Vala Helgadóttir greiddu atkvæði gegn afgreiðslu málsins. Eyjólfur Ármannsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Teitur Björn Einarsson.
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir og Eyjólfur Ármannsson boðuðu sérálit.

3) 429. mál - menningarminjar Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar mættu Dagný Arnarsdóttir og Hafsteinn S. Hafsteinsson frá umhverfis-, loftslags-, og orkumálaráðuneyti og kynntu málið.

Þá komu á fund nefndarinnar Kristín Rut Sigurðardóttir, Pétur Ármannsson, Gísli Óskarsson og Þór Hjaltalín frá Minjastofnun og fjölluðu um málið.

4) Heiðurslaun listamanna Kl. 11:12
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 11:18
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18