54. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 28. apríl 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Halldór Auðar Svansson (HAS), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Sigurjón Þórðarson voru fjarverandi.
Birgir Þórarinsson og Jódís Skúladóttir voru fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:51
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Birgi Jónasson, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 543. mál - fjölmiðlar Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Huldu Pálsdóttur og Örvar Þór Ólafsson frá Bændasamtökum Íslands, Gunnar Gunnarsson frá Útgáfufélagi Austurlands, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, og Stefán Vilbergsson og Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá ÖBÍ - réttindasamtökum.

4) 795. mál - aðgerðaáætlun gegn hatursorðræðu fyrir árin 2023-2026 Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Stefán Vilbergsson og Ölmu Ýr Ingólfsdóttur frá ÖBÍ - réttindasamtökum.

5) 741. mál - safnalög o.fl. Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Snæbjörn Guðmundsson frá Náttúruminjasafni Íslands.

6) 597. mál - íþrótta- og æskulýðsstarf Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Auði Ingu Þorsteinsdóttur frá Ungmennafélagi Íslands og Andra Stefánsson frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

7) Önnur mál Kl. 11:57
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00