66. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Jóhann Friðrik Friðriksson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 65. fundar var samþykkt.

2) 956. mál - Mennta- og skólaþjónustustofa Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Grímsson frá Reykjavíkurborg, Huldu Birnu Kjærnested Baldursdóttur og Nönnu Elísu Jakobsdóttur frá Samtökum iðnaðarins, Írisi E. Gísladóttur frá Samtökum menntatæknifyrirtækja og Heiðar Inga Svansson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.

3) 113. mál - félagsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helga Grímsson frá Reykjavíkurborg.

4) 143. mál - ráðstöfun útvarpsgjalds Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Eirík Hauksson frá Símanum hf. og Arnþrúði Karlsdóttur frá Útvarpi Sögu.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Hlé var gert á fundi kl. 10:10-10:25.

Fundi slitið kl. 11:15