58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 2. maí 2024 kl. 09:14


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:14
Eyjólfur Ármannsson (EÁ) 1. varaformaður, kl. 09:14
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:14
Dagbjört Hákonardóttir (DagH), kl. 09:14
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:14
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:14

Bergþór Ólason og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir voru fjarverandi. Jódís Skúladóttir tengdist fundinum með notkun fjarfundarbúnaðar kl. 09:14 skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:14
Fundargerð 57. fundar var samþykkt.

2) 722. mál - útlendingar Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Christinu Milcher og Marion Poilvez frá Samtökum kvenna af erlendum uppruna, Giselu Thater, Yolöndu Ditewig og Maiju Leino frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, Veru Dögg Guðmundsdóttur og Árna Pál Jónsson frá Útlendingastofnun og Gunnlaug Geirsson, Árna Grétar Finnsson, Arnar Sigurð Hauksson og Magnús Ellert Bjarnason frá dómsmálaráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þá samþykkti minni hluti nefndarinnar að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu á grundvelli 51. gr. þingskapa þar sem teknar yrðu saman upplýsingar um mat á því hvaða áhrif stytting dvalarleyfa og þrenging skilyrða fyrir fjölskyldusameiningar hafa á inngildingu umsækjenda um alþjóðlega vernd hér á landi.

3) 938. mál - opinber skjalasöfn Kl. 12:09
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

4) 940. mál - bókmenntastefna fyrir árin 2024–2030 Kl. 12:09
Tillaga um að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

5) 941. mál - efling og uppbygging sögustaða Kl. 12:09
Tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir verði framsögumaður í málinu var samþykkt. Þá var jafnframt samþykkt að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

6) 691. mál - meðferð sakamála, meðferð einkamála, gjaldþrotaskipti o.fl. Kl. 12:10
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá dómsmálaráðuneytinu þar sem gerð verði nánari grein fyrir því hvort og þá hvernig reglugerðir nr. 131/2023 um heimildir einkaaðila til að birta gögn í stafrænu pósthólfi og 180/2024 um framkvæmd laga um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda, samræmist núgildandi ákvæðum laga um meðferð einkamála, nr. 91/1991 og fyrirliggjandi frumvarpi sem varðar m.a. heimildir til rafrænnar birtingar ákæru og annarra gagna í stafrænu pósthólfi stjórnvalda. Þá var jafnframt óskað eftir afstöðu ráðuneytisins til þeirra heimilda sem er kveðið á um í tilgreindum reglugerðum, settum af fjármála- og efnahagsráðherra á grundvelli laga um stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda, nr. 105/2021, með vísan til þess að mál er varða réttarfar og málefni lögmanna heyra undir dómsmálaráðuneytið skv. forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, nr. 6/2022.

7) Önnur mál Kl. 12:11
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fundi slitið kl. 12:14