1. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 3. október 2013 kl. 08:34


Mættir:

Páll Valur Björnsson (PVB) 1. varaformaður, kl. 08:34
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 08:34
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 08:45
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 08:34
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 08:34
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:34
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:34

UBK var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
JMS var fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Kynning á þingmálaskrá Kl. 08:34
Á fund nefndarinnar komu Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Rán Ingvarsdóttir og Matthías Páll Imsland frá Velferðarráðuneytinu. Ráðherra kynnti þingmálaskrá skv. 3. mgr. 47. gr. laga um þingsköp Alþingis nr. 55/1991 og svaraði spurningum nefndarmanna.

2) Kynning á þinglegri meðferð EES-mála á 143. þingi. Kl. 09:20
Á fund nefndarinnar kom Þröstur Freyr Gylfason ritari utanríkismálanefndar og kynnti þinglega meðferð EES-mála og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Fundargerðir Kl. 10:05
Borin var upp sú tillaga að nefndarmenn hefðu frest til 4. október kl. 12:00 til að fara yfir fundargerðir 11-18 frá 142. löggjafarþingi. Þessi tillaga var samþykkt. Ef engar athugasemdir berast verður litið á fundargerðirnar sem samþykktar.

4) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 10:10