7. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. janúar 2018 kl. 15:00
Opinn fundur


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ) 2. varaformaður, kl. 15:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 15:00
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 15:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 15:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 15:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Varðveisla sönnunargagna í sakamálum Kl. 15:00
Á fundinn komu Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra, Sigríður J. Friðjónsdóttir ríkissaksóknari og Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, Haraldur Johannesson ríkislögreglustjóri, Thelma Cl. Þórðardóttir yfirlögfræðingur og Árni E. Albertsson frá embætti ríkislögreglustjóra, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Hulda Elsa Björgvinsdóttir yfirmaður ákærusviðs lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.

Gestir fóru yfir reglur um varðveislu sönnunargagna í sakamálum og framkvæmd þeirra auk þess sem gestir gerðu grein fyrir almennum sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:18

Upptaka af fundinum