53. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 9. júní 2018 kl. 10:07


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 10:07
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 10:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 10:07
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:34
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 10:07
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 10:07
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:07
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) fyrir Jón Steindór Valdimarsson (JSV), kl. 10:07

Anna Kolbrún Árnadóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Inga Skarphéðinsdóttir
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:07
Frestað.

2) 622. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 10:07
Á fund nefndarinnar komu Þórhallur Vilhjálmsson frá lagaskrifstofu Alþingis, Tryggvi Gunnarsson frá umboðsmanni Alþingis, Einar Farestsveit frá Lögmannafélagi Íslands, Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Leifur Valentín Gunnarsson frá Eflingu stéttarfélagi, Ólafur Jóhannes Einarsson lögmann og fyrrverandi framkvæmdarstjóra hjá Eftirlitsstofnun EFTA, Elín Blöndal frá Háskóla Íslands, Ragnar M. Gunnarsson frá Sjúkratryggingum Íslands, Lovísa Ósk Þrastardóttir frá umboðsmanni skuldara og Ólafur Páll Ólafsson frá Seðlabanka Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 14:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:30