46. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 1. mars 2021 kl. 15:00


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:00
Katla Hólm Þórhildardóttir (KÞ), kl. 15:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 15:00
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 15:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 15:00

Nefndarritari: Elisabeth Patriarca Kruger

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 45. fundar var samþykkt.

2) 11. mál - barnalög Kl. 15:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson með fyrirvara, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Katla Hólm Þórhildardóttir með fyrirvara, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir með fyrirvara.

Þorsteinn Sæmundsson boðaði minni hluta álit.

3) 443. mál - almannavarnir Kl. 15:08
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt. Þorsteinn Sæmundsson sat hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir.

4) 465. mál - Lúganósamningurinn um dómsvald og um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum Kl. 15:09
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Páll Magnússon, Guðmundur Andri Thorsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þorsteinn Sæmundsson.

5) 136. mál - höfundalög Kl. 15:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Páll Magnússon, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Birgir Ármannsson, Katla Hólm Þórhildardóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Guðmundur Andri Thorsson boðaði minni hluta álit.

6) 243. mál - verndun og varðveisla skipa og báta Kl. 15:13
Tillaga um að Þorsteinn Sæmundsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

7) 260. mál - starfshópur um útgáfu öruggra opinberra skilríkja Kl. 15:13
Tillaga um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

8) 264. mál - minning þeirra Íslendinga sem fórust í seinni heimsstyrjöldinni Kl. 15:13
Tillaga um að Páll Magnússon verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

9) 269. mál - háskólar og opinberir háskólar Kl. 15:14
Tillaga um að Birgir Ármannsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

Tillaga um að senda málið til umsagnar var samþykkt.

10) Önnur mál Kl. 15:14
Nefndin ræddi störf nefndarinnar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:17