48. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10

Bergþór Ólason og Sigurjón Þórðarson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Valgerður Stefánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:15
Fundargerð 46. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hólmstein Gauta Sigurðsson og Stefán Örn Arnarson, sem tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði, frá Landssambandi lögreglumanna.

3) 803. mál - nafnskírteini Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Berglindi Báru Sigurjónsdóttur og Valborgu Steingrímsdóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

4) 428. mál - meðferð sakamála Kl. 09:52
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

5) 476. mál - persónuvernd og vinnsla persónuupplýsinga Kl. 09:10
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa Bryndís Haraldsdóttir, Birgir Þórarinsson, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Helga Vala Helgadóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Sigmar Guðmundsson, áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.

6) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20