59. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Bryndís Haraldsdóttir (BHar) formaður, kl. 09:10
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF) 2. varaformaður, kl. 09:10
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir (ArnG), kl. 09:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 09:10
Helga Vala Helgadóttir (HVH), kl. 09:10
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:10
Sigmar Guðmundsson (SGuðm), kl. 09:10
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir (SigurjÞ), kl. 09:10

Bergþór Ólason var fjarverandi. Birgir Þórarinsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði en vék af fundi kl. 10:15.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 58. fundar var samþykkt.

2) 535. mál - lögreglulög Kl. 09:11
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur, Drífu Kristínu Sigurðardóttur og Kjartan Ólafsson frá dómsmálaráðuneyti. Kjartan Ólafsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá ríkislögreglustjóra um fyrirkomulag greininga til að meta trúverðugleika upplýsinga sem lögreglu berast m.a. um hugsanlega brotastarfsemi.

3) 741. mál - safnalög o.fl. Kl. 10:15
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Helga Vala Helgadóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson sátu hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Birgir Þórarinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

4) 804. mál - efling barnamenningar fyrir árin 2024-2028 Kl. 10:18
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Bryndísi Haraldsdóttur, Jódísi Skúladóttur, Jóhanni Friðriki Friðrikssyni og Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Helga Vala Helgadóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson sátu hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta standa Bryndís Haraldsdóttir, Jódís Skúladóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir. Birgir Þórarinsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins en skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25