43. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 09:02


Mættir:

Anna Margrét Guðjónsdóttir (AMG) fyrir BjörgvS, kl. 09:02
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:02
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:02
Siv Friðleifsdóttir (SF), kl. 09:02
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:02
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:02
Þuríður Backman (ÞBack) fyrir ÞrB, kl. 09:02

SER og TÞH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir.
Farið var yfir fundargerðir síðustu tveggja funda og þær samþykktar til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar.
Nefndin samþykkti að afgreiða úr nefnd frumvarp til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

3) 478. mál - almenn hegningarlög
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Róbert Spanó, formaður refsiréttarnefndar. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 150. mál - skiptileigusamningar fyrir afnot af húsnæði í orlofi eða frístundum o.fl.
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Björnsson og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 137. mál - skaðsemisábyrgð
Á fund nefndarinnar komu Björn Freyr Björnsson og Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Tryggvi Axelsson frá Neytendastofu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 490. mál - fjölmiðlar
Á fund nefndarinnar komu Jón Vilberg Guðjónsson, Þorgeir Ólafsson og Margrét Magnúsdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál.
Fleira var ekki rætt.
ÞBack og AMG véku af fundi kl. 9.13.

Fundi slitið kl. 12:01