58. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 9. maí 2016 kl. 15:00


Mættir:

Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) formaður, kl. 15:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein) 1. varaformaður, kl. 15:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) 2. varaformaður, kl. 15:00
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 15:08
Haraldur Einarsson (HE) fyrir Karl Garðarsson (KG), kl. 15:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS), kl. 15:00
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 15:00

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vék af fundi kl. 16:45.

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð nr. 57., var samþykkt.

2) 675. mál - grunnskólar Kl. 15:05
Á fund nefndarinnar komu Elísabet Pétursdóttir og Guðni Olgeirsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að Líneik Anna Pétursdóttir yrði framsögumaður frumvarpsins. Það var samþykkt.

3) Reglugerð 910/2014/ESB um rafræn skilríki og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaði. Kl. 15:30
Nefndin afgreiddi álit sitt til utanríkismálanefndar.

4) 449. mál - stofnun embættis umboðsmanns flóttamanna Kl. 15:40
Á fund nefndarinnar komu Hjörtur Bragi Sverrisson og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir frá kærunefnd útlendingamála, Elísabet Gísladóttir og Ásdís Ásgeirsdóttir frá umboðsmanni barna, Skafti Bjarnasson frá skeiða- og gnúpverjahreppi (símafundur), Árni Múli Jónasson frá landssamtökunum Þroskahjálp og Pawel Bartosezk. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 728. mál - útlendingar Kl. 15:40
Á fund nefndarinnar komu Hjörtur Bragi Sverrisson og Jóna Aðalheiður Pálmadóttir frá kærunefnd útlendingamála, Elísabet Gísladóttir og Ásdís Ásgeirsdóttir frá umboðsmanni barna, Skafti Bjarnasson frá skeiða- og gnúpverjahreppi (símafundur), Árni Múli Jónasson frá landssamtökunum Þroskahjálp og Pawel Bartosezk. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Borin var upp sú tillaga að Unnur Brá Konráðsdóttir yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 17. mál - lýðháskólar Kl. 17:00
Á fund nefndarinnar kom Jón Torfi Jónasson (símafundur). Fór hann yfir athugasemdir sínar um þingsályktunartillöguna og svaraði spurningum nefndarmanna.

7) Önnur mál Kl. 17:15
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:15