11. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi
heimsókn til Íslenska sjávarklasans þriðjudaginn 22. október 2019 kl. 09:00


Mættir:

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:05
Stefán Vagn Stefánsson (SVS) fyrir Höllu Signý Kristjánsdóttur (HSK), kl. 09:00

Lilja Rafney Magnúsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Njáll Trausti Friðbertsson, Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson boðuðu forföll.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Heimsókn í Sjávarklasann Kl. 09:00
Nefndin fór í heimsókn í Íslenska sjávarklasann og kynnti sér starfsemina þar. Á móti nefndinni tók Berta Daníelsdóttir sem kynnti starfsemi klasans og svaraði spurningum nefndarmanna. Í heimsókninni kynntu Bjarni Hjartarson, Sverrir Bjarnason og Kári Logason verkefni sitt Magnea bátar, sem hýst er í Íslenska sjávarklasanum.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30