60. fundur
atvinnuveganefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 19. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 09:45
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 10:10
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritari: Gunnþóra Elín Erlingsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 713. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði sjávarútvegs, fiskeldis, lax- og silungsveiði vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Guðni Magnús Eiríksson og Þorsteinn Hilmarsson frá Fiskistofu, Elías Blöndal frá Landssambandi veiðifélaga, Erna Karen Óskarsdóttir og Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Bryndís Gunnlaugsdóttir frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 714. mál - breyting á ýmsum lögum á sviði landbúnaðar og matvæla vegna einföldunar regluverks og stjórnsýslu Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Vaka Steingrímsdóttir frá Bændasamtökum Íslands og Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir.

Gestirnir fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:05
Rætt var um störfin framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30