25. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn föstudaginn 11. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Sunna Rós Víðisdóttir (SRV), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 24. fundar var samþykkt.

2) 376. mál - búvörulög Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund (kl. 9:05)Benedikt S. Benediktsson og Andrés Magnússon frá SVÞ Samtökum verslunar og þjónustu, Breka Karlsson og Brynhildi Pétursdóttur frá Neytendasamtökunum, Ólaf Stephensen og Pál Rúnar M. Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda og Gunnar Sigurðarson frá Samtökum iðnaðarins (kl. 10:00) Pál Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 336. mál - jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Hann gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 377. mál - ferðagjöf Kl. 10:50
Dagskrárlið frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:51
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:51