27. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 15. desember 2020 kl. 09:00


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 09:00
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:00
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 09:00
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:00

Nefndarritarar:
Björn Freyr Björnsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 376. mál - búvörulög Kl. 09:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni til 2. umræðu var samþykkt. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson samþykktu ekki afgreiðslu þess.

Að nefndaráliti með breytingartillögu stendur meiri hluti nefndar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Haraldur Benediktsson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Njáll Trausti Friðbertsson.

Helgi Hrafn Gunnarsson sem og Ólafur Ísleifsson og Sigurður Páll Jónsson boðuðu sitt hvort álit minni hluta með breytingartillögu.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00