74. fundur
atvinnuveganefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 10:35


Mætt:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 10:35
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 10:35
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 10:35
María Hjálmarsdóttir (MH), kl. 10:35
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 10:35
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 10:35

Haraldur Benediktsson, Helgi Hrafn Gunnarsson og Njáll Trausti Friðbertsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Dagskrárlið frestað.

2) Áhrif kórónaveirunnar COVID-19 á ferðaþjónustu Kl. 10:35
Nefndin fékk á sinn fund Gunnar Val Sveinsson, Jóhannes Þór Skúlason og Baldur Sigmundsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Skarphéðin Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu og Pétur Þ. Óskarsson og Sigríði Dögg Guðmundsdóttur frá Íslandsstofu.

Þá fékk nefndin á sinn fund Gíslínu Petru Þórarinsdóttur frá Höfuðborgarstofu, Margréti Björk Björnsdóttur frá Markaðsstofu Vesturlands, Díönu Jóhannsdóttur frá Vestfjarðastofu, Hjalta Pál Þórarinsson frá Markaðsstofu Norðurlands, Dagnýju S. Jóhannsdóttur frá Markaðsstofu Suðurlands, Jónínu Brynjólfsdóttur frá Austurbrú og Þuríði Halldóru Aradóttur frá Markaðsstofu Reykjaness.

Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 12:00
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:08