28. fundur
atvinnuveganefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 25. maí 2022 kl. 14:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 14:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 14:10
Hildur Sverrisdóttir (HildS) 2. varaformaður, kl. 14:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 14:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 14:10
Helga Þórðardóttir (HelgÞ), kl. 14:10
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 14:10

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Haraldur Benediktsson tilkynnti forföll.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 14:10
Dagskrárlið frestað.

2) 587. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, Heimi Skarphéðinsson og Ingva Má Pálsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 1. júní nk. og að Stefán Vagn Stefánsson verði framsögumaður þess.

3) 692. mál - tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi Kl. 14:19
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson og Heimi Skarphéðinsson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

Gestir viku kl. 14:46 og nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 14:52
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:54