39. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 27. apríl 2023 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ágústa Guðmundsdóttir (ÁGuðm), kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm), kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Guðný Birna Guðmundsdóttir (GBG), kl. 09:10
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 09:10
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 09:10
Inga Sæland (IngS), kl. 09:10

Þórarinn Ingi Pétursson var fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Frestað.

2) 976. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rebekku Hilmarsdóttur, Skúli Kristinn Skúlason, Jón Þránd Stefánsson frá matvælaráðuneyti.

3) 751. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórarinn Örn Þrándarson frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

4) 821. mál - Orkuveita Reykjavíkur Kl. 10:00
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn auk Þórarinns Inga Pétursson sem skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

5) 948. mál - handiðnaður Kl. 10:10
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Berglind Ósk Guðmundsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Nefndin ræddi málið.

6) 978. mál - aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026 Kl. 10:15
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Stefán Vagn Stefánsson yrði framsögumaður málsins.

Nefndin ræddi málið.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Inga Sæland lagði fram eftirfarandi bókun:

Bókun vegna máls nr. 976 veiðar í fiskveiðilandhelgi Ísands og stjórn fiskveiða (veiðistjón grásleppu)

Um 70 prósent þjóðarinnar telja íslenskan sjávarútveg spilltan.
Með því frumvarpi sem hér er til meðferðar er matvælaráðherra Svandís Svavarsdóttir einungis að auka við enn frekari spillingu.

Það er með öllu óásættanlegt að frumvarpið skuli þegar vera komið til meðferðar atvinnuveganefndar án þess að sýnt hafi verið fram á að almannahagsmunir liggi því til grundvallar að koma grásleppunni inn í gjafakvótakerfið.
Samkvæmt 75 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 liggur það ljóst fyrir að til þess að skerða megi atvinnufrelsið þurfa almannahagsmunir að krefjast þess.
Flokkur fólksins krefst þess að málið verði ekki til frekari umfjöllunar fyrr en fyrir liggur faglegt sérfræðiálit sem kveður skírt á um þá almannahagsmuni sem liggja þessu frumvarpi til grundvallar og geti réttlætt takmarkanir á því atvinnufrelsi sem stjórnarskráin verndar.


Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15