42. fundur
atvinnuveganefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 09:10


Mætt:

Stefán Vagn Stefánsson (SVS) formaður, kl. 09:10
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Berglind Ósk Guðmundsdóttir (BGuðm) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Friðjón R. Friðjónsson (FRF) fyrir Hildi Sverrisdóttur (HildS), kl. 09:10
Helgi Héðinsson (HHéð), kl. 09:10
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 09:10
Teitur Björn Einarsson (TBE), kl. 09:10

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 36. - 40. fundar voru samþykktar.

2) 536. mál - raforkulög Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið.

Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Gísla Rafni Ólafssyni, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni, Helga Héðinssyni og Teiti Birni Einarssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta nefndar standa Stefán Vagn Stefánsson, Gísli Rafn Ólafsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Helgi Héðinsson og Teitur Björn Einarsson.

3) 751. mál - leiga skráningarskyldra ökutækja Kl. 09:20
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Gísla Rafni Ólafssyni, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni, Helga Héðinssyni og Teiti Birni Einarssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta nefndar standa Stefán Vagn Stefánsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Helgi Héðinsson og Teitur Björn Einarsson.

4) 596. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:25
Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af Stefáni Vagni Stefánssyni, Gísla Rafni Ólafssyni, Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, Berglindi Ósk Guðmundsdóttur, Friðjóni R. Friðjónssyni, Helga Héðinssyni og Teiti Birni Einarssyni.

Að nefndaráliti meiri hluta nefndar standa Stefán Vagn Stefánsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Helgi Héðinsson og Teitur Björn Einarsson.

5) 537. mál - stjórn fiskveiða Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Arnarson frá Byggðastofnun og Þorstein Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun.

6) 538. mál - veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Arnarson frá Byggðastofnun og Þorstein Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun.

7) 539. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Arnarson frá Byggðastofnun og Þorstein Sigurðsson frá Hafrannsóknarstofnun.

8) 915. mál - matvælastefna til ársins 2040 Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kára Gautason, Ásu Þórhildi Þórðardóttur, Elísabetu Önnu Jónsdóttur, Bryndísi Eiríksdóttur, Björn Helga Barkarson frá matvælaráðuneyti,
Ólaf Stephensen frá Félagi atvinnurekenda, Margréti Gísladóttur frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og Bjarna R. Brynjólfsson frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

9) 914. mál - landbúnaðarstefna til ársins 2040 Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Stephensen frá Félagi atvinnurekenda, Margréti Gísladóttur frá Samtökum fyrirtækja í landbúnaði og Bjarna R. Brynjólfsson frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

10) 430. mál - stofnun ríkisfélags um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi Kl. 11:45
Samþykkt var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

Nefndin samþykkti að Stefán Vagn Stefánsson yrði framsögumaður málsins.

11) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00