24. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 14. desember 2023 kl. 13:30


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 13:30
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 13:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:30
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 13:30
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 13:30
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 13:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:30
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 13:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:30
Tómas A. Tómasson (TAT) fyrir Ingu Sæland (IngS), kl. 13:30

Nefndarritarar:
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:30
Frestað.

2) 541. mál - raforkulög Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið. Allir viðstaddir nefndarmenn samþykktu afgreiðslu málsins til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálitið. Hanna Katrín Friðriksson skrifar undir álitið með fyrirvara um að frumvarpið sé viðbragð við þeirri alvarlegu stöðu sem framtaksleysi ríkisstjórnarinnar í orkumálum síðustu ár hefur leitt til. Ekki hafi verið gefinn nægur tími til að meta áhrif breytingartillögu nefndarinnar um að markaðsráðandi vinnslufyrirtæki (Landsvirkjun) beri að útvega um 75% raforku inn á heildsölumarkað (til heimila og smærri fyrirtækja). Markaðshlutdeild fyrirtækisins á þessum markaði hefur verið um 50% undanfarin ár.

3) Önnur mál Kl. 14:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:30