22. fundur
atvinnuveganefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, fimmtudaginn 26. september 2013 kl. 09:00


Mætt:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 09:00
Guðbjartur Hannesson (GuðbH), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

JÞÓ boðaði forföll.
ÞórE tók þátt í fundinum í gegnum síma.
ÁsF vék af fundi kl. 9:50.


Bókað:

1) Flutningskerfi raforku. Kl. 09:00
Fjallað var um flutningskerfi raforku.
Á fund nefndarinnar kom Guðmundur Ingi Ásmundsson fyrir hönd Landsnets hf.

2) Önnur mál. Kl. 10:20
LRM óskaði eftir að nefndin kynnti sér sjónarmið rækjuvinnslu á Ísafirði vegna áforma sjávarútvegsráðherra um lagafrumvarp sem snertir þá starfsemi.
Formaður, JónG, taldi eðlilegra að taka málið fyrir þegar frumvarp kemur til umfjöllunar nefndarinnar og heyra þá sjónarmið þeirra sem það snertir en mun taka beiðni LRM til umhugsunar.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:35