2. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:00
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00

Kristján Möller, Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Kynning á þingmálaskrá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Kl. 09:00
Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti fyrir nefndinni þau þingmál sem hann hyggst leggja fyrir þingið á 145. löggjafarþingi. Með honum voru Benedikt Sigurðsson aðstoðarmaður ráðherrans og Eggert Ólafsson, Jóhann Guðmundsson og Kristján Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

2) Önnur mál Kl. 10:10
Formaður ræddi um fyrirhugaðan fund um lög um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48/2011 og um vinnu við áætlun skv. þeim.

Fundi slitið kl. 10:25