4. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. október 2015 kl. 09:00


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 09:00
Heiða Kristín Helgadóttir (HKH), kl. 09:00
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:00
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 09:00
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS), kl. 09:20
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 09:00

ÁsF boðaði forföll vegna veikinda.
KLM vék af fundi kl. 11.40 vegna annarra þingstarfa.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 1. - 3. fundar voru samþykktar.

2) Samningar við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur Kl. 09:00
Nefndin fékk kynningu á samningi íslenskra stjórnvalda við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur frá Ólafi Friðrikssyni og Rebekku Hilmarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.
Einnig komu til nefndarinnar: Sindri Sigurgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Hildur Traustadóttir og Ingimundur Bergmann frá Félagi kjúklingabænda, Sigurður Loftsson frá Landssambandi kúabænda og Hörður Harðarson og Björgvin Bjarnason frá Svínaræktarfélagi Íslands.

3) Verndar- og orkunýtingaráætlun skv. lögum nr. 48/2011 Kl. 11:15
Nefndin fjallaði um lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, skv. lögum nr. 48/2011, og vinnu við verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun).
Eftirfarandi gestir komu fyrir nefndina:
Ingvi Már Pálsson og Kristján Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Herdís Schopka, Sigríður Auður Arnardóttir og Sigríður Svana Helgadóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Stefán Gíslason formaður verkefnisstjórnar skv. lögum nr. 48/2011, Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd og Ásdís Hlökk Theódórsdóttir og Rut Kristinsdóttir frá Skipulagsstofnun.

4) Önnur mál Kl. 12:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:10