64. fundur
atvinnuveganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 30. ágúst 2016 kl. 08:30


Mættir:

Jón Gunnarsson (JónG) formaður, kl. 08:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) 1. varaformaður, kl. 08:30
Haraldur Benediktsson (HarB) 2. varaformaður, kl. 08:30
Kristján L. Möller (KLM), kl. 08:30
Páll Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:30
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE), kl. 08:30

Björt Ólafsdóttir, Ásmundur Friðriksson og Þorsteinn Sæmundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Þeistareykjarlína 1 og Kröflulína 4 Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um stöðvun framkvæmda við Þeistareykjarlínu 1 og Kröflulínu 4. Á fund nefndarinnar komu Guðjón Axel Guðjónsson, Guðmundur I. Ásmundsson og Nils Gustavsson frá Landsneti, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Snorri Baldursson og Sif Konráðsdóttir frá Landvernd,
Hörður Arnarson frá Landsvirkjun, Kristján Þór Magnússon og Garðar Garðarson fyrir hönd Norðurþings, Hafsteinn Viktorsson frá PCC, Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins, Jón Óskar Pétursson frá Skútustaðahreppi og Arnór Benediktsson og Dagbjört Jónsdóttir frá Þingeyjarsveit.

2) Staða sauðfjárbænda og verð afurða Kl. 10:30
Nenfdin fjallaði um stöðu sauðfjárbænda og verð sauðfjárafurða og fékk á sinn fund Sindra Sigurgeirsson frá Bændasamtökum Íslands, Steinþór Skúlason frá Félagi sláturleyfishafa og Svavar Halldórsson og Þórarinn Pétursson frá Landssamtökum sauðfjárbænda.

3) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30