24. fundur
atvinnuveganefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. maí 2017 kl. 09:00


Mættir:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 1. varaformaður, kl. 09:00
Hanna Katrín Friðriksson (HKF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Gunnar Ingiberg Guðmundsson (GIG) fyrir Evu Pandoru Baldursdóttur (EPB), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Logi Einarsson (LE), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:10
Theodóra S. Þorsteinsdóttir (ThÞ), kl. 09:15

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) 411. mál - Framkvæmdasjóður ferðamannastaða Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Unni Valborgu Hilmarsdóttur fyrir hönd ferðamálaráðs (á símafundi), Guðrúnu Dóru Brynjólfsdóttur og Hjörleif Finnsson frá Ferðamálastofu, Guðmund Inga Guðbrandsson frá Landvernd, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Önnu G. Sverrisdóttur og Lárus M. K. Ólafsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

3) 412. mál - umgengni um nytjastofna sjávar og Fiskistofa Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Árna Bjarnason frá Farmanna- og fiskimannasambandi, Guðmund Ragnarsson frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Lúðvík Geirsson frá Hafnasambandi Íslands, Þorstein Sigurðsson frá Hafrannsóknastofnun og Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, Hrefnu Karlsdóttur og Steinar Inga Matthíasson frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

4) 146. mál - orkuskipti Kl. 11:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun um málið sem fyrirhugað er að afgreiða á næstu fundum.

5) Önnur mál Kl. 11:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10