44. fundur
atvinnuveganefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 08:30


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 08:30
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) 1. varaformaður, kl. 08:30
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 08:30
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 08:49
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 08:30
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:30
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 08:37
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 08:45
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 08:37
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:09

Nefndarritari: Birgitta Kristjánsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Fundargerð 43. fundar var samþykkt.

2) 724. mál - stjórn fiskveiða Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þorstein Hilmarsson frá Fiskistofu, Auðun Kristinsson frá Landhelgisgæslu Íslands, Guðmund Þórðarson og Harald Arnar Einarsson frá Hafrannsóknarstofnun, Arnar Atlason og Aðalstein Finsen frá Samtökum fiskframleiðenda og útflytjenda, Ragnar H. Kristjánsson frá Reiknistofu fiskmarkaða, Jón Kristjánsson fiskifræðing og Sigurjón Þórðarson líffræðing.

3) Önnur mál Kl. 10:15
Njáll Trausti Friðbergsson óskaði þess að fundað yrði um málið og samstarf við aðrar nefndir verði skoðað í því samhengi.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:17