11. fundur
atvinnuveganefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 9. nóvember 2023 kl. 09:10


Mætt:

Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) formaður, kl. 09:20
Gísli Rafn Ólafsson (GRÓ) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 09:10
Berglind Harpa Svavarsdóttir (BHS), kl. 09:10
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 09:10
Daði Már Kristófersson (DMK), kl. 09:10
Inga Sæland (IngS), kl. 09:10
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:30
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:10

Í fjarveru formanns stýrði 1. varaformaður Gísli Rafn Ólafsson fundinum frá 09:10 - 09:20.

Inga Sæland vék af fundi 10:25.
Daði Már Kristófersson vék af fundi 10:25.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 8., 9. og 10. fundar var samþykkt.

2) 99. mál - bann við hvalveiðum Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Finnsson, Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur, Finn Ricart Andrason, Valgerði Árnadóttur og Heru Hilmarsdóttur frá Hvalavinum og Hrönn Egilsdóttur og Sverri Daníel Halldórsson
frá Hafrannsóknastofnun.

3) Reglugerð um blóðmerahald Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Höllu Bjarnadóttur, Kristján Þorbjörnsson, Þórdísi Ingunni Björnsdóttur, Birgi Hauksson , Björgvin Þórisson og Katrínu Pétursdóttur og Hilmar Vilberg Árnason frá Bændasamtökum Íslands.

4) 62. mál - nýsköpunar-, rannsókna og þróunarsjóður ferðaþjónustunnar Kl. 10:25
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður málsins var samþykkt.

5) 68. mál - stjórn fiskveiða Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Inga Sæland verði framsögumaður málsins var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 10:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30