11. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2011 kl. 09:03


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 09:03
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 09:03
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:03
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:03
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 09:03
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:03

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 10:00
Fyrir fundinn voru lögð drög af fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt án athugasemda.

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar komu Ólafur S. Ástþórsson og Vignir Thoroddsen frá Hafrannsóknastofnuninni og Stefán Guðmundsson og Sigurður Örn Hansson frá Matvælastofnun. Gestirnir lýstu afstöðu sinni til frumvarps til fjárlaga 2012 og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 138. mál - matvæli Kl. 10:12
Á fund nefndarinnar komu Sigurgeir Þorgeirsson og Baldur P. Erlingsson frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmál nr. 138 og lýstu afstöðu sinni til þingmáls nr. 61. Að því loknu svöruðu gestirnir spurningum nefndarmanna.
Á fundinum lögðu fulltrúar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins fram ítarupplýsingar um þá þætti frumvarps til fjárlaga 2012 sem snerta ráðuneytið.

4) 114. mál - löggilding nokkurra starfsheita sérfræðinga í tækni- og hönnunargreinum Kl. 10:08
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt án athugasemda.

5) Önnur mál. Kl. 10:53
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.
ÓÞ vék af fundi kl. 09:03 vegna fundar utanríkismálanefndar en kom aftur til fundarins kl. 09:35.
MSch var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
BVG var fjarverandi vegna fundar fjárlaganefndar.
JónG var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:54