59. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2012 kl. 15:05


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 15:05
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 15:05
Einar K. Guðfinnsson (EKG), kl. 15:05
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 15:05
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 15:05
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 15:05
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 15:05
Þór Saari (ÞSa), kl. 15:05

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 15:08
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerð síðasta fundar nefndarinnar. Gerðardrögin voru samþykkt.

2) 657. mál - stjórn fiskveiða Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar komu Adolf Guðmundsson, Friðrik J. Arngrímsson, Ólafur H. Marteinsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins og Arnar Sigurmundsson og Sigurður Viggósson frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 658. mál - veiðigjöld Kl. 15:06
Á fund nefndarinnar komu Adolf Guðmundsson, Friðrik J. Arngrímsson, Ólafur H. Marteinsson og Sveinn Hjörtur Hjartarson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Vilhjálmur Egilsson frá Samtökum atvinnulífsins og Arnar Sigurmundsson og Sigurður Viggósson frá Samtökum fiskvinnslustöðva. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til þingmálsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 727. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 17:21
Á fund nefndarinnar komu Ingvi Már Pálsson og Helga Barðadóttir frá iðnaðarráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 728. mál - upprunaábyrgð á raforku Kl. 18:24
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að SER yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

6) 689. mál - niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar Kl. 18:25
Lögð var fram tillaga um að málið yrði sent til umsagnar. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að LRM yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

7) Önnur mál. Kl. 18:27
ÓÞ var fjarverandi vegna annarra þingsstarfa.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 18:27