38. fundur
atvinnuveganefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. maí 2018 kl. 15:15


Mættir:

Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM) formaður, kl. 15:15
Inga Sæland (IngS) 1. varaformaður, kl. 15:15
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK) 2. varaformaður, kl. 15:15
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE), kl. 15:15
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 15:15
Kolbeinn Óttarsson Proppé (KÓP), kl. 15:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NF), kl. 16:40
Sigurður Páll Jónsson (SPJ), kl. 15:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:15
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 15:15

ÁsF, SMc og ÞKG véku af fundi kl. 17.15.

Nefndarritari: Selma Hafliðadóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerðir 29., 32. og 33. fundar voru samþykktar.

2) Veiðigjöld Kl. 15:15
Nefndin hélt áfram að fjalla um veiðigjald og afkomu fyrirtækja í sjávarútvegi. Á fund nefndarinnar komu Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Arndís Ármann Steinþórsdóttur og Jóhann Sigurjónsson sem sitja í veiðigjaldsnefnd.
Meiri hluti nefndarinnar (LRM, HSK, ÁsF, KÓP, NF, SPJ) ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald.

3) 484. mál - pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun Kl. 17:15
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu.

4) 485. mál - Ferðamálastofa Kl. 18:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Skarphéðinn Berg Steinarsson frá Ferðamálastofu.

5) 433. mál - Fiskræktarsjóður Kl. 18:40
Málið var rætt að nýju í nefndinni þar sem ákveðin skörun er á málinu við 167. mál (markaðar tekjur) sem varð að lögum 9. maí sl. Málið var því afgreitt að nýju og með breytingartillögu. Undir nefndarálit með breytingartillögu rita: LRM, IS, HSK, AFE, KÓP, NF, SPJ.

6) Önnur mál Kl. 18:45
Formaður minnti á að nefndin hefði í vetur fjallað um hlutföll kynja í stjórnum fyrirtækja og flytti hugsanlega frumvarp fyrir þinglok, sem lagt yrði fram til kynningar.
Ákveðið var að senda frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjald til umsagnar til sömu aðila og fengu frumvarpið um strandveiðar til umsagnar (429. mál).
AFE kvaðst mótfallin þessu. Hún óskaði eftir að bókað yrði að hún andmælti þeim vinnubrögðum formanns, að senda til umsagnar frumvarp sem ekki hefði verið lagt fram, frumvarp sem aðeins meiri hluti nefndarinnar hygðist flytja.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:50