24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:50

Smári McCarthy og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Oddný G. Harðardóttir vék af fundi milli kl. 09:30 og 10:30.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 23. fundar var samþykkt.

2) FATF og lög um skráningu raunverulegra eigenda Kl. 09:10
Samþykkt var að nefndin flytti frumvarp til laga um breytingu á lögum um skráningu raunverulegra eigenda.

3) 269. mál - breyting á ýmsum lögum vegna skattlagningar tekna erlendra lögaðila o.fl. Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heiðrúnu Björk Gísladóttur frá Samtökum atvinnulífsins og Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins.

4) 332. mál - breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins, Öglu Eir Vilhjálmsdóttur og Gunnar Dofra Ólafsson frá Viðskiptaráði Íslands, Elmar Hallgrímsson frá Samiðn, Kristján Þórð Snæbjarnarson og Ólaf Karl frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, Jón Trausta Ólafsson, Guðmund Inga Skúlason og Maríu Jónu Magnúsdóttur frá Bílgreinasambandinu og Jón Kristján Sigurðsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00